Procura og Second eru í sambandi

Sjáðu verðið á fasteigninni, berðu saman vaxtakjör bankanna og reiknaðu mánaðarlega afborgun húsnæðislána.
Allt á procura.is og allt frítt

Uglugata 9, 270 Mosfellsbær
Sjá allar myndir Fyrir 2 mánuðum Til sölu

Uglugata 9, 270 Mosfellsbær

75.900.000 kr.
$637.646
553.449€
Sýna á korti
Kannaðu svæðið í kringum
Stærð 214.00 m2
Herbergi 6
Svefnherbergi 4
Stofur 2
Byggingarár 2020

Upplýsingar um eignina fyrir "Uglugata 9, 270 Mosfellsbær"

Tegund
Rað/Parhús
Stærð
214.00 m2
Herbergi
6
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Stofur
2
Byggingarár
2020 ár
Uglugata 9, Mosfellsbær -- Lýsing LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN KYNNIR: 

Parhús á tveimur hæðum 214,3 fm.   Eignin skilast á byggingastigi 5.    4 svefnherbergi og baðherbergi á báðum hæðum.  18,2 fm. yfirbyggðar suðvestursvalir.    Eignin er klædd að utan með 4 mm álklæðingu.

Eignin  er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 233-1343, nánar tiltekið eign merkt 01-01, birt heildarstærð 214,3 fm. Þar af er íbúðarhluti skráðir 188,3 fm. og bílskúr 26 fm.

Afhending í kaupsamning.

Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen lögg. fast. s. 770-0309 eða [email protected]

Skilalýsing Uglugata 9 og 9A

Byggingaraðili: Sóltún Byggingarfélag ehf
Hönnun: KRark
Burðarþol: Verkkóp
Lagnahönnun: NNE Verkfræðistofa
Raflagnahönnun: Fruma ehf
Umsjónarmaður byggingaraðila: Marinó Þórisson
Húsin eru innflutt timbureiningahús frá fyrirtækinu FAKTA SIA Lettlandi, reyst á steyptum grunni.
Allur frágangur er í samræmi við nýjustu staðla og reglugerðir og er kapp lagt á að útfærslur húsanna taki mið af endingu og útliti. Húsin eru klædd að utan með Endingargóðri hágæða ál klæðningu
Húsunum verður skilað með byggignarstigi 5. Samkvæmt eftirafarndi lýsingu  

Innanhús  
Út og innveggir eru einangraðir, gips klæddir og tilbúnir til spörslunar.
Gólf eru frágegnin undir endanlegt slitlag án spörslunar. 
Loft eru frágegnin með rakalagi og lagna grind. Búið er að leggja í grind raf og boðlagnir. Loft eru klædd með 1 földu lagi af gifsi
Raflagnir
Búið er að taka inn heimtaugar rafmagns og spennusetja.
Búið er að setja upp aðaltöflu og vör samkvæmt teikningu, vinnulýsing hefur verið tengd og sett upp.  
Búið er að leggja allar plastpípulagnir fyrir rafmagn og síma/internet.
Dregið hefur verið í allar raflagnir og smáspennulagnir. En ótengt í töflu.
Pípulagnir
Búið er að setja upp inntak vatnsveitu, og tengja grindur.
Búið er að leggja allar fráveitulagnir  og skilast þær með lokum við leiðsluenda
Neyslulagnir hafa verið lagðar og skilast frágengnar með lokum við tæki.
Lagnir hitakerfis hafa verið lagðar og skilast tengd við ofna. Handklæðaofn fylgir en óuppsettur  
Loftræsting
Búið er að leggja allar loftræsti lagnir og ganga frá túðum að utan, eftir er að ganga frá hraðastillum en þeir fylgja.
Utanhús
Undirstöður eru steinsteyptar úr járnbentri steinsteypu sem hvílir á burðarhæfri frostfrírri malarfyllingu eða malarkambi. Einangrað að utan með 75 mm einangrun. Botnplata er staðsteypt og er einangrað undir botnplötu með  100 mm einangrun.

Klæðning:
Öll varma og rakavörn hefur verið frágegnin. Klæðning er fest á timbur lektur  Búið er að klæða húsið með vinddúk og 4mm ál klæðningu.
Þak:
Þak er sperru þak með 22mm krossvið, klætt með 2 földu lagi af eldsoðnum afalt dúk Búið er að full ganga frá þéttingum á túðum og öndunum á þaki ásamt rennum og niðurföllum.
Svalir eru fullfrágengnar með handriðum
Frágangur lóðar:  
Jarðvegur er grófjafnaður og skilast á því stigi sem hann er nú.Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, útlits- og tæknilegar breytingar á
Byggingarframkvæmdum, Misræmi getur verið milli teikninga arkitekta, sölulýsingar,
söluteikninga á söluvef og sérteikninga. Athuga ber að söluteikningar sýna fullbúin og fullfrágengin hús
og ber því að taka sem dæmi um það hvernig húsin og lóðafrágangur mun eða geti litið út en ekki eins og þeim
verður skilað.
Að öðru leyti en fram kemur hér að ofan, skilast raðhúsin skv. fyrirliggjandi teikningum
á byggingarstigi 5.

Kaupendum er bent á að kynna sér vel samþykktar teikningar og innréttingateikningar.
Allar breytingar á skilalýsingu og teikningum, ef einhverjar verða, eru alfarið á ábyrgð og kostnað
kaupanda. Verði einhverjar breytingar getur það jafnframt haft áhrif á afhendingartíma.
Nánari lýsingu er að finna í almennri byggingarlýsingu eignar.  
Kaupandi verður að hafa samráð og semja við byggingarstjóra og iðnmeistara um áframhaldandi vinnu við húsið frá Byggingarstig 5 til 7.(lokaúttekt)

Ábending til kaupenda: Á sumu kynningarefni / teikningum húsanna eru sýnd húsgögn, eldaeyja og innréttingar t.d. á grunnteikningum, það skal áréttað að ekkert af þessu fylgir nema það sé tekið fram í söluyfirliti eða skilalýsingu. 
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.

Nálæg hús á kortinu

Uglugata 9, 270 Mosfellsbær
75.900.000 kr.
$637.646
553.449€
Vista eign
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur