Miðtún 30, 105 Austurbær

Fasteignasala Kópavogs ehf
Click to expand photos Fyrir 7 mánuðum Til sölu
36.900.000 kr.
$310.002
269.068€
Stærð 127.00 m2
Herbergi 7
Svefnherbergi 5
Stofur 2
Byggingarár 1943
Aðrar eignir á kortinu

Opið hús

None at this time
Request
a Private Showing

Upplýsingar um eignina fyrir "Miðtún 30, 105 Austurbær"

Tegund
Hæðir
Stærð
127.00 m2
Herbergi
7
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Stofur
2
Byggingarár
1943 ár
Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu 127,9 fermetra hæð og ris með sérinngangi í tvíbýlishúsi við Miðtún í Reykjavík.  Eignin þarfnast gagngerra endurbóta að innan og utan auk þess sem athuga þarf með klóaklagnir frá húsi og út í götu sem eru lélegar (klóaklagnir undir húsi eru 15 ára gamlar) og því er skoðunarskylda kaupenda mjög rík.

Lýsing eignar:
Forstofa, dúklögð og fataskápar. 
Hol, dúklagt og skápar.
Gestasnyrting, með glugga, dúklögð.
Eldhús, dúklagt og með borðaðstöðu. Gamlar viðarinnréttingar eru í eldhúsi og gluggi til norðurs. Úr eldhúsi er mjór stigi niður í sameiginlegt þvottaherbergi í kjallara hússins.
Svefnherbergi I, flísalagt og rúmgott.
Samliggjandi stofur, flísalagðar, rúmgóðar, bjartar og skiptanlegar.

Gengið er upp á rishæð um dúklagðan viðarstiga úr holi neðri hæðar.  Súðargeymslur eru innaf einhverjum rýmum í risi.

Stigapallur, dúklagður.
Svefnherbergi II, dúklagt og með fataskápum.
Svefnherbergi III, dúklagt.
Svefnherbergi IV, dúklagt. 
Hjónaherbergi, dúklagt og rúmgott með fataskápum og litlu fataherbergi innaf. 

Í kjallara hússins er sameiginlegt þvottaherbergi með glugga og lökkuðu gólfi.
Sér geymsla undir útitröppum er 1,7 fermetrar að stærð.

Húsið að utan virðist vera í þokkalegu ástandi en þakjárn er amk komið á tíma endurnýjunar.
Lóðin er tyrfð og með gróðri og er í óskiptri sameign með hinum eignarhluta hússins.

Staðsetning eignarinnar er góð miðsvæðis í borginni.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]
Óska eftir upplýsingum um fasteign
Vista eign
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur