Fljótasel 7, 109 Bakkar/Seljahverfi

Domusnova
Click to expand photos Fyrir 3 mánuðum Til sölu
79.900.000 kr.
$671.251
582.616€
Stærð 267.00 m2
Herbergi 8
Svefnherbergi 6
Stofur 2
Byggingarár 1981
Sérinngangur
Aðrar eignir á kortinu

Opið hús

None at this time
Request
a Private Showing

Upplýsingar um eignina fyrir "Fljótasel 7, 109 Bakkar/Seljahverfi"

Tegund
Rað/Parhús
Stærð
267.00 m2
Herbergi
8
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Stofur
2
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1981 ár
Fljótasel 7 , 109 Reykjavík -- Lýsing eignar:
Domusnova fasteignasala og Árni Helgason fasteignasali hafa fengið í einkasölu mjög gott endaraðhús í Fljótaseli. Húsið er á tveimur hæðum auk glæsilegrar stofu með frábæru útsýni og stórum svölum á hálfri þriðju hæð. Húsið er nýmálað og virðist viðhald hafa verið gott og ber húsið þess merki. Bílskúr fylgir sem er í sérstæðri bílskúralengju og er bílskúrinn næstur eigninni. Mögulegt er að útbúa rými til útleigu á neðstu hæðinni og eru lagnir til staðar í vegg. í eigninni eru mörg herbergi, eldhús hefur verið uppgert um 2011 og öll lítur eignin vel út.
Stutt er í alla  þjónustu s.s. verslanir, dagvöruverslanir eru í um 100m fjarlægð, verslanamiðstöðvar, læknaþjónustu, skóla og leikskóla. Stutt er í nokkrar strætóstöðvar eða um 50 m. Af stórum svölum á 2. og 3. hæð er hægt að njóta sólar fram eftir kvöldi á sumrin. Þar sem um tengihús er að ræða og auk þess endaraðhús er hljóðvist góð. Eign sem vert er að skoða.
Fasteignamat næsta árs er kr. 79.050.000.

Athugið að ekki verður um opið hús að ræða heldur þarf að panta skoðun og fær hver og einn góðan tíma til að kynnast eigninni.

Nánari lýsing:
Er komið er inní húsið verður fyrir gangur, prýddur náttúrusteini, og eru herbergi sitt til hvorrar handar, salerni til hægri handar á eftir herberginu og þvottahús til vinstri handar. Beint af augum eru tvö herbergi með sérinngangi, beint frá bílastæði, og væri hægt að útbúa þar leigueiningu og eru lagnir til staðar í vegg fyrir eldhúsinnréttingu.
Steyptur stigi er uppá 2. hæð og er hann teppalagður og brakar hvorki né hristist. Í uppganginum er veggur sem brotinn hefur verið upp með ferköntuðum opum sem setja fallegan svip á stofuna og stigann, er það hönnun Valgerðar Matthíasdóttur.
Komið er inn á hæðina og er þá baðherbergi, viðarklætt, til vinstri handar. Hjónaherbergi er beint á móti uppganginum og er það rúmgott með góðum skápum og er útgengt á stórar svalir. Er gengið er að stofu er annað herbergi á vinstri hönd sem var hugsað sem tvö herbergi en var sameinað í eitt og er því stórt. 
Borðstofa, eldhús og stofa eru í einu fallegu rými og var eldhúsinnrétting endurnýjuð fyrir nokkrum árum, um það bil 2011. 
Gengið er upp steyptan stiga á 3. hæð hvar er stór arinstofa með útgengi á stórar svalir þar sem sólar nýtur frá hádegisbili og frram á kvöld.

Á eldhúsi, stofu og borðstofu auk gangs á 2. hæð er eikarparket og er rýmið rúmgott og bjart.
Hjónaherbergi á 2. hæð er stórt og góðir skápar, útgengt á stórar nálega 13fm svalir.
Herbergi á 2. hæð er stórt, sameinað úr tveimur.
Baðherbergi er panelklætt og er þar baðkar.
Á 3. hæðinni er stór stofa með fallegum arni og er þaðan útgengt á stórar, um 13fm,  svalir. Í stofunni er innrétting með vaski. Stórar geymslur eru á loftinu innaf stofunni. Á teikningum er gert ráð fyrir að opið sé úr stofu og horft niður í stofu/borðstofu en því var lokað og er rýmið nýtt sem geymsla sem ekki er með í skráðri fermetratölu..
Á 1. hæð er gangur með náttúrusteini.
Herbergi, suðvestur, með teppi.
Herbergi, norðvestur, með teppi.
Herbergi austast ásamt herbergi innaf með parketi á gólfum. Er útgangur í garð úr þeim herbergjum og væri hægt að útbúa leigueiningu í þessum rýmum.
Á 1. hæðinni er auk þess snyrting með sturtu, og er geymsla innaf henni.
Þvottahús er einnig á 1. hæð.
Stiginn í húsinu er steyptur, teppalagður.
Bílskur tilheyrir eigninni og er hann rúmlega 23 fm og er þar milliloft að auki. 

Viðhald virðist gott og er húsið málað utan sumarið 2019 og gluggar og gler virðast í lagi, allir ofnar hafa verið endurnýjaðir á síðustu árum. Bílastæði eru nokkuð mörg sem tengjast þessum húsum og rétt er að benda á að fyrir framan bílskúrinn er stæði sem er einkastæði þessa húss auk þess sem hverju húsi fylgir eitt stæði og auk þess eru tvö gestastæði á bílaplani. Aftan við bílskúra er einnig hægt að leggja.

Vegna mikillar sölu óska ég eftir eignum á skrá, smellið hér til að fá endurgjaldslaust söluverðmat.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / tölvupóstur
Skrifstofa / s.527-1717 / tölvupóstur

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
Óska eftir upplýsingum um fasteign
Vista eign
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.

Aðrar eignir í 109 Bakkar/Seljahverfi

Bakkar/Seljahverfi, 109 Urðarbakki
68.900.000 kr.
Rað/Parhús
206 m2
5 herb.
14%ódýrara
23%minna svæði
Bakkar/Seljahverfi, 109 Staðarbakki
66.700.000 kr.
Rað/Parhús
162 m2
6 herb.
17%ódýrara
39%minna svæði
Bakkar/Seljahverfi, 109 Urðarbakki
68.900.000 kr.
Rað/Parhús
206 m2
7 herb.
14%ódýrara
23%minna svæði
Bakkar/Seljahverfi, 109 Engjasel
Tilboð
Rað/Parhús
174 m2
8 herb.
35%minna svæði
Bakkar/Seljahverfi, 109 Flúðasel
79.900.000 kr.
Rað/Parhús
2317 m2
8 herb.
768%stærra svæði
Vista eign
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur