81.700.000 kr.
686.373 $
595.742 €

Dyngjugata 7, 210 Garðabær

04. október 2019
8 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Dyngjugata 7, 210 Garðabær
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
81.700.000 kr.
Herbergi
5
Svefnherbergi
4
Stofur
1
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
2018 ár
Stærð
217 m2
Aðrar eignir í 210 Dyngjugata
Verð Herb.
Brekkugata 84.9 6 217
Brekkugata 78.9 6 197
Brekkugata 86.9 5 216
Kjarrás 79.9 5 179
Brekkugata 78.9 6 197
Brekkugata 86.9 6 216
Bæjargil 81.9 7 166
Grjótás 84.9 5 199
Grjótás 84.9 5 199
Brekkugata 84.9 6 217
Langamýri 98.9 8 308
Ögurás 74.9 6 140
Draumahæð 79.9 6 150
Dyngjugata 82.8 5 222

Seljandi athugasemd

Dyngjugata opið hús 7 , 210 Garðabær -- Opið hús: 06. október 2019 kl. 15:00 til 15:30.

Opið hús: Dyngjugata 7, 210 Garðabær. Eignin verður sýnd sunnudaginn 6. október 2019 milli kl. 15:00 og kl. 15:30.

Domusnova fasteignasala kynnir nýtt fallegt og vel skipulagt raðhús á tveimur hæðum (5-6 svefnherbergja) ásamt innbyggðum bílskúr að Dyngjugötu 7 í Urriðaholti, Garðabæ.

Tilbúið til innréttinga að innan og fullbúið að utan verð 81.700.000 kr.    Fullbúið að innan og utan verð 89.500.000 kr. 

------------ SÝNUM SAMDÆGURS ------------

Sölvi Þór Sævarsson fasteignasali í síma 618-0064 eða tölvupóstur
Snorri Björn Sturluson lögmaður / fasteignasali í síma 699-4407 eða tölvupóstur

Nánari Lýsing:
Um er að ræða 217,3 fm raðhús á tveimur hæðum  sem samanstendur af forstofu, eldhúsi, borðstofu, stofu, gangi, hol, 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, þvottahúsi, geymslu, garðgeymslu og innbyggðum bílskúr (25,9 fm).

Aðkomuhæð:
Komið er inn í forstofu. Úr forstofu er innangengt í bílskúr (25,9 fm). Eldhús, stofa og borðstofa eru saman í opnu og björtu rými. Úr eldhúsi er farið út í garð og af gangi er farið út á svalir. Gestasnyrting er á efri hæðinni ásamt svefnherbergi. Steyptur stigi er á milli hæða af gangi.

Neðri hæð:
Komið er niður stigann í ágætis gang/hol og er þaðan farið í önnur rými neðri hæðar. Svefnherbergi neðri hæðar eru fjögur og öll mjög rúmgóð.  Úr hjónaherbergi er útgengi út á baklóð. Gott baðherbergi er á neðri hæð og gert er ráð fyrir bæði sturtu og baðkari. Þvottahús og geymsla eru bæði rúmgóð.

Um er að ræða fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús í Urriðaholti Garðabæ þar sem stutt er í alla þjónustu.
Upplýsingar um hverfið er að finna hér:  www.Urridaholt.is

SKILALÝSING Dyngjugötu 7
Húsið er staðsteypt raðhús á tveimur hæðum, samtals 217,3m2 

Að innan er húsið tilbúið til innréttinga með frágenginni neysluvatnslögn, hitalögn og ofnum. Á baðherbergi og forstofu er ísteypt hitalögn.
Allir milliveggir í votrýmum eru hlaðnir og múraðir, aðrir milliveggir eru úr blikkstoðum og tvöföldu gifsi. Gólf eru flotuð og tilbúin fyrir parket eða flísalögn. Allir veggir eru sandsparslaðir og grunnaðir, nema inn í votrýmum þar verða þeir tilbúnir fyrir flísalögn eða málun. Veggir í bílskúr verða filtaðir og tilbúnir til málunar.
Loft á neðri hæð verða sandspörsluð og grunnuð.

Á baðherbergi og forstofu er ísteypt hitalögn. Útveggir utanhúss eru sléttmúraðir/filtaðir og fullmálaðir. Þak er tvíhallandi mænisþak með timbursperrum. Ofan á þaksperrum er klætt með borðum, síðan tjörupappa og þar ofan á er báruál (grátt). Steypt plata er á milli hæða með ísteyptum ljósaboxum (halogen) og steyptur stigi. Frágangur á þakköntum og þaki eru í samræmi við teikningar arkitekts og verkfræðings. Niðurföll ásamt fráveitu, regn- og þerrilögnum hússins verða tengd aðallögnum í götu. Lagt er fyrir sjónvarps- og símatenglum í öllum herbergjum.

Húsin verða sílanborin og fullmáluð í ljósum lit (hrímhvítt). Vatnsbretti að utan verða máluð með sérstakri málningu sem hugsuð er á lárétta fleti.

Sé eignin  seld á byggingastigi 5 og fellur það í hlut kaupandans að klára lokaúttekt á eigninni með öllu því sem því tilheyrir á sinn kostnað.

Gluggar og gler: 
Gluggar eru frá Berki og gler frá Samverk.
Gluggar eru úr furu, ísteyptir og málaðir að utan (hvítir), fullglerjaðir með tvöföldu gasfylltu einangrunargleri. Glerinu fylgir ekki önnur ábyrgð en framleiðanda. Lausafög og svalahurðir eru úr furu, ísett, fullglerjuð og fullfrágengin. Útihurð er fullfrágengin. Ekki fylgir önnur ábyrgð á gluggum og hurðum en frá framleiðanda, nema að ísetningar á staðnum eru á ábyrgð seljanda. Gluggar og hurðir eru í samræmi við gerð og útlit framleiðanda sem og teikningar arkitekts.

Bílskúrshurð:
Bílskúrshurð veltihurð frágengin með tilheyrandi járnum. Raflögn verður skilað þannig að röralögn er tilbúin í steyptum milliveggjum og milliplötu, tilbúin til ídráttar. 

Lóð og bílastæði:
Bílaplan er hellulagt. Að öðru leiti verður lóð grófjöfnuð og verður ca 20 cm undir endanlegu yfirborði. 

Allar nánari upplýsingar veita: Sölvi Þór Sævarsson fasteignasali í síma 618-0064 eða tölvupóstur og/eða Snorri Björn Sturluson lögmaður / fasteignasali í síma 699-4407 eða tölvupóstur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt c.a. 50.000 kr. - 75.000 kr. Sjá nánar á heimasíðum fjármálastofnana.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu - 67.900 kr.
5. Seljandi greiðir öll gatnagerðargjöld en kaupandi greiðir inntaksgjöld og skipulagsjald þegar það verður innheimt (0,3% af endanlegu brunabótamati).
6. Eignin er seld á byggingastigi 5 og fellur það í hlut kaupandans að klára lokaúttekt á eigninni með öllu því sem því tilheyrir á sinn kostnað.
 
 

 

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur