48.500.000 kr.
407.455 $
353.653 €

Suðurgata 25, 300 Akranes

04. október 2019
8 (1 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Suðurgata 25, 300 Akranes
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
48.500.000 kr.
Herbergi
8
Svefnherbergi
5
Stofur
3
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1931 ár
Stærð
189 m2
Aðrar eignir í 300 Suðurgata
Verð Herb.
Suðurgata 18 5 130
Vesturgata 69.8 5 206
Skarðsbraut 62.9 6 207
Brekkuflöt 68.9 4 167

Seljandi athugasemd

Suðurgata 25 , 300 Akranes -- ***SUÐURGATA 25 - AKRANESI***

***LAUS STRAX***

Domusnova Akranesi og Ólafur Sævarsson lögg.fasteignasali kynna: Mjög svo fallegt og vel viðhaldið 159,6fm einbýlishús á 3.hæðum. Einnig eru 2 geymsluskúrar á lóð, annar  29.4fm og hinn 8fm.
Eignin skiptist í andyri, rúmgott eldhús, stofu sem og borðstofu. 5 góð svefnherberbergi, 2 baðherbergi og 2 sjónvarpshol. Í kjallara er þvottahús og köld geymsla undir stiga. 
Lóðin er vel hirt og stór. Sérinngangur og möguleiki á að gera séríbúð í kjallara.

Kjallari: Sérinngangur. 
Forstofa: Flísalagt.
Sjónvarpshol: Plast parket og þar er stigi upp á 1. hæð.
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með plast parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi, flotað og málað gólf.
Baðherbergi/þvottahús: Nýlega uppgert baðherbergi með flísum á gólfi. Upphengd salerni og falleg svört innrétting. Sturtuklefi. Gluggi á baðherbergi. Góð svört innrétting fyrir þvotta aðstöðu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

1.hæð:
Forstofa: Góð forstofa með nátturu flísum á gólfi og góðu fatahengi.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með náttur flísum. Falleg svört innrétting og baðkari. Gluggi á baðherbergi.
Eldhús: Parket á gólfi og falleg eikar innrétting og góð tæki. 
Stofa/borðstofa: Rúmgóð stofa sem og borðstofa með parketi gólfi.
Hol: Fallegur parket lagður stigi upp á 2.hæð

2.hæð:
Sjónvarpshol: Góð lofthæð með gólf fjölum á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með gólf fjölum á gólfi. Hvítur fataskápur, rennihurðir. Góð loft hæð.
Svefnherbergi I: Barnaherbergi með gólf fjölum á gólfi. Fataskápur.
Svefnherbergi II: Barnaherbergi með gólffjölum á gólfi.

Geymsluskúr I: 29.4fm geymsluskúr. Þarfnast viðhalds.
Geymsluskúr II: ca. 8fm geymslukúr.

Möguleiki á að byggja bílskúr austan megin við húsið.
Annað :
Ris: Rishæð endurnýjuð að fullu 2002, m.a. einangrað (þak og veggir), eikarstigi og panilklætt að innan. Málað hvítt 2017. Á gólfi eru upprunalegar furufjalir sem voru pússaðar upp 2002.  Þakgluggi settur í 2006. Nýr gluggi í kvisti 2019. Aðrir gluggar taldir upprunalegir. Hægt að taka niður vegg milli barnaherbergja. Myrkragluggatjöld fylgja og öll ljós í risi. „fataskápur“ í barnaherbergi nýr 2019. 
Aðalhæð: Aðalhæð endurnýjuð 2003, m.a. eikarparket, náttúrusteinn á forstofu og baðherbergi, klóset og bað. Vaskinnrétting og blöndunartæki á baði endurnýjuð 2016. Screen-gluggatjöld og vegghengd ljós fylgja. Ljós í eldhúsi, forstofu og baðherbergi fylgja. Ný útidyrarhurð 2018.
Eldhús endurnýjað  2005. Breytt 2018. Teknir niður efri skápar og settar hillur. Siemens uppþvottavél 2017. Siemens spanhelluborð og ofn nýtt 2018. Ísskápur fylgir ekki.
Kjallari: Kjallari var endurnýjaður í desember 2005 m.a. einangraður og klæddur á innan. Nýtt rafmagn var sett inn úr Suðurgötunni fyrir um 4 árum. Harðparket sett þá á alla hæðina. Þá var sett inn ný símalína. Þá var sett dren Suðurgötumegin og tjargaður veggur og settur tappadúkur. Útidyrahurð endurnýjuð 2010. Ljós í kjallara fylgja. Skólpið var myndað 2018 og reyndist í góðu lagi.
Haustið 2018 var rifið utan af veggjum sem snúa að Suðurgötu og Vitateig til fylgjast með leka sem kom fram í hornherberginu. Lekinn kom frá sprungu rétt fyrir neðan gluggann Suðurgötumegin í hornherberginu. Þá var ákveðið að fá SF smiði til að setja sprungufyllingarefni í þessa tvo útveggi. Það var gert fyrir jólin 2018 og fylgst með veggjunum. Veggirnir voru klæddir í júní 2019.  Gólf í hornherbergi nýgrunnað.
Baðherbergi/þvottahús. Klósett, innrétting með vaski og sturtuklefi endurnýjað 2017. Einnig skápar fyrir ofan þvottavél. 
 
Húsið að utan: Nýtt þak sett 2017. Klæðning úr lituðu áli sett 2005. Allt tréverk og gluggar, og kjallari málaðir í júní 2019.
Tröppur uppi og handriði endurnýjaðar 2005. Nýjar tröppur niður í garð og ruslageymsla 2017.  Lítill geymsluskúr smíðaður 2014. Leyfi til að setja hátt grindverk niður Vitateiginn.
Rafmagnslagnir að mestu endurnýjaðar 2002-2005 ásamt ofnum nema ofn í forstofu. Þá var líka endurnýjað allt skólp í húsinu út í götu. Pípulagnir voru þá einnig endurnýjaðar að mestu.
Allir gluggar í kjallara voru endurnýjaðir 2005. Þá var líka skipt um gler Suðurgötumegin.
                     
Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Sævarsson löggiltur fasteignasali / s.820 0303 / tölvupóstur
Skrifstofa / s.527-1717 / tölvupóstur

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur