54.900.000 kr.
461.223 $
400.321 €

Langholtsvegur 58, 104 Vogar

20. september 2019
28 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Verð
54.900.000 kr.
Herbergi
5
Svefnherbergi
3
Stofur
2
Baðherbergi
1
Byggingarár
1990 ár
Stærð
97 m2
Aðrar eignir í 104 Langholtsvegur
Verð Herb.
Skipasund 38.9 3 77
Langholtsvegur 44.9 4 98

Seljandi athugasemd

Langholtsvegur 58, Reykjavík -- Lýsing
---------Langholtsvegur 58 - opið hús - miðvikudaginn 25. september milli kl. 17:15 og 17:45--------

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta, vel skipulagða og þó nokkuð mikið endurnýjaða 97,4 fermetra 5 herbergja hæð á 2. hæð (efsta hæð) með frábæru útsýni og svölum til suðvesturs í góðu og nýlegu þríbýlishúsi inni í botnlanga við Langholtsveg í Reykjavík.   Gólfsíðir gluggar og mjög mikil lofthæð eru í stórum hluta íbúðarinnar.  Aðeins ein íbúð er á hverri hæð hússins.  Hundahald er heimilt í eigninni.  Geymsluloft er yfir hluta íbúðarinnar.  Bílskúrsréttur á lóð fylgir íbúðinni.

Eldhúsinnrétting og stór hluti gólfefna voru endurnýjuð fyrir fáeinum árum síðan og settur gólfhiti í eldhús, stofur og svefngang.  Tvö sér bílastæði á lóð fylgja íbúðinni og stór sameiginleg lóð með körfuboltavelli.

Lýsing eignar:
Stigapallur, fyrir framan íbúð er með miklum fataskápum.
Eldhús, flísalagt og bjart með nýlegum fallegum hvítum háglans innréttingum og eyju með innbyggðri uppþvottavél og eikarborðplötum. 
Borðstofa, parketlögð og björt með fallegum stórum útbyggðum glugga til austurs og frábæru útsýni yfir borgina og til fjalla.
Stofa, parketlögð og björt með útgengi á flísalagðar og skjólsælar svalir til suðvesturs.
Svefngangur, parketlagður.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn, baðkar og flísalögð sturta.
Barnaherbergi I, málað viðargólf.
Barnaherbergi II, málað viðargólf.
Hjónaherbergi, parketlagt og með nýjum miklum fataskápum.

Í kjallara hússins eru:
Sér geymsla, sem er um 5,0 fermetrar að stærð en er ekki inni í fermetratölu íbúðarinnar í Fasteignaskrá.  Íbúðin er því um 102,4 fermetrar að birtu flatarmáli.
Sameiginlegt þvottaherbergi með glugga og sér tenglum fyrir hverja íbúð.

Húsið að utan lítur vel út og var sílanborið árið 2015. Þakjárn var yfirfarið á sama tíma, lítur vel út og er í lagi.

Lóðin er fullfrágengin með stórri tyrfðri flöt og fallegum trjágróðri.  Verið er að helluleggja innkeyrslu og bílastæði og setja snjóbræðslu undir hluta þeirrar hellulagnar. Sú framkvæmd verður kláruð á kostnað seljenda.

Staðsetning eignarinnar er góð inni í botnlanga á rólegum og grónum stað þaðan sem stutt er skóla, leikskóla og alla þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Svipaðar tilboð

Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur