54.900.000 kr.
461.223 $
400.321 €

Gauksrimi, 800 Selfoss

19. september 2019
15 (1 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
54.900.000 kr.
Herbergi
6
Svefnherbergi
5
Stofur
1
Baðherbergi
2
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1984 ár
Stærð
211 m2
Aðrar eignir í 800 Gauksrimi
Verð Herb.
Lækjarbakki 52 3 198
Folaldahólar 43.5 4 158
Sílatjörn 56.9 5 170
Ártún 49.8 4 234
Hrísholt 44.5 5 184
Fagurgerði 56 5 215
Grashagi 41.9 4 167
Baugstjörn 49.9 5 152
Bakkatjörn 49.5 5 169
Suðurengi 49 5 183
Hjarðarholt 44.9 5 194
Engjavegur 42.9 4 148
Urriðalækur 48 4 168
Baugstjörn 69.9 5 216
Kálfhólar 64.9 6 213

Seljandi athugasemd

Gauksrimi,800 Selfoss -- Fasteignasalan Bær kynnir í einkasölu. Reisulegt 6 herbergja einbýlishús með stórum bílskúr í grónu og vinsælu hverfi.
Húsið sem er timburhús var byggt 1984 og er það 163,6 fm og bílskúr sem er frístandandi er 48 fm. Alls 211,6 fm.

Hellulögð innkeyrsla og stétt heim að húsi, snjóbræðslulagnir. Gróin lóð og sólpallur með heitum potti sunnan við hús. Sökkull fyrir garðskála og teikningar fyrirliggjandi.

Nánari lýsing.

Aðalhæð: Forstofa með fatahengi. Forstofuherbergi með fataskáp. Forstofusalerni. Innan við forstofu er hol. Eldhús og góður borðkrókur. Stofa og borðstofa. Útgengt á sólpall úr stofu. Búr inn af eldhúsi og þvottahús með sérinngangi. Veglegur furustigi upp á efri hæð úr holi. Gott geymslupláss undir stiga. Á gólfum aðalhæðar eru flísar en parket á forstofuherbergi og epoxy á þvottahúsi.

Efri hæð: Hol sem er nýtt sem sjónvarpshol. Fjögur herbergi, fataskápar í þremur þeirra, suðursvalir. Baðherbergi með baðkari og sturtu, nýlega endurnýjað. Geymsla. Á gólfum er parket en baðherbergi flísalagt. Aðalhæð er 92 fm og efri hæð skráð 71,6 en gólfflötur efri hæðar er 92 fm og hluti hennar undir súð.

Bílskúr er frístandandi, eitt opið rými og geymsluloft. Hurðaopnari og gönguhurð.

Áhugaverð og skemmtileg eign sem hentar vel fyrir stóra fjölskyldu auk þess sem bílskúrinn bíður upp á marga möguleika. Góð staðsetning og stutt í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða snorri@fasteignasalan.is og Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s. 896-9565 eða loftur@fasteignasalan.is
Bókið skoðun.

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

 
 

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur