88.500.000 kr.
743.501 $
645.326 €

Kvíslartunga 9, 270 Mosfellsbær

08. september 2019
8 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Kvíslartunga 9, 270 Mosfellsbær
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
88.500.000 kr.
Herbergi
7
Svefnherbergi
5
Stofur
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
2008 ár
Stærð
286 m2
Aðrar eignir í 270 Kvíslartunga
Verð Herb.
Ástu-Sólliljugata 74.9 4 182
Vogatunga 62.9 6 236
Vogatunga 62.9 6 236
Vogatunga 62.9 6 236
Stóriteigur 69.5 6 180

Seljandi athugasemd

Kvíslartunga 9, 270 Mosfellsbær -- ***FRÁBÆRT ÚTSÝNI OG ARINN***

GIMLI fasteignasala kynnir:  

Vandað og fallegt 7 herbergja parhús með innbyggðum bílskúr, byggt 2008. Húsið skiptist í 5 svefnherbergi, eldhús/borðstofu, 2 stofur (glæsilegur, nýr arinn af stærstu gerð í stofu á neðri hæð), 2 fullbúin baðherbergi, þvottahús og geymslu. Samtals er eignin skráð 286,3 fm, þar af er bílskúr 32,2 fm. Hátt til lofts og vítt til veggja. Innfelld lýsing með dimmer, gólfhiti á báðum hæðum og varmaskiptir á neysluvatni. Nýlegt ljóst harðparket frá Parka á öllu nema votrýmum. Mjög stórar svalir, um 70 fm oglæsilegur, nýr arinn af stærstu gerð í stofu á neðri hæðg mikið útsýni. Húsið er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, lögg.fasteignasali, s.659 4044, tp: tölvupóstur. Hringdu eða sendu tölvupóst til að bóka skoðun.
 
Nánari lýsing: 
1.hæð: 
Forstofa með fatahengi og svörtum 60*60 granítflísum á gólfi. 
Eldhús/borðstofa með hvítri háglans innréttingu frá InnX. Nýlegt ljóst harðparket á gólfi. Gólfsíðir gluggar og innfelld lýsing. Útg. í garð.
Stofa á neðri hæð er með nýlegu ljósu harðparketi á gólfi, glæsilegur, nýjum arni af stærstu gerð. Gólfsíðir gluggar og innfelld lýsing.
Baðherbergi #1 Stór flísalögð sturta með glerþili, vaskur úr gleri og upphengt salerni. Flísalagt í hólf og gólf með ljósum 30*60 flísum á veggjum og svörtum 60*60 granítflísum á gólfi. 
Svefnherbergi #1 inn af forstofu með nýlegu ljósu harðparketi.
Svefnherbergi #2 með nýlegu ljósu harðparketi. 
Stigi milli hæða er teppalagður og með næturlýsingu í vegg. 
Þvottahús með nýlegri (2018) ljósgrárri háglans innréttingu, ljósar flísar á gólfi, vaskur er í innréttingunni og auk þess er gott borðpláss. Geymsla með ljósum flísum á gólfi.
Bílskúr er inn af þvottahúsi. 
Garður með afar skjólgóðum suð-vestur palli í úr hágæða, rásuðu síberíulerki sem er viðhaldfrítt og gránar með tímanum. Pallurinn var smíðaður 2018. Verið er að stækka pallinn. Verið er að ljúka við að reisa vegg á lóðarmörkum húsa nr 9 og 11.

2.hæð: 
Stofa/fjölskyldurými á efri hæð með miklum gluggum og frábæru útsýni. Nýlegt ljóst harðparket á gólfi. Innfelld lýsing.
Hjónaherbergi#3 með nýlegu ljósu harðparketi á gólfi. Stórt fataherbergi er inn af hjónaherbergi, nýlegt, ljóst harðparket á gólfi.
Svefnherbergi #4 rúmgott með nýlegu ljósu harðparketi.
Svefnherbergi #5 rúmgott með miklum gluggum og frábæru útsýni. Nýlegt ljóst harðparket.
Baðherbergi #2 Stórt með nýlegri svartri innréttingu með tvöföldum vaski. Nýlegt frístandandi baðkar og upphengt salerni. Nýleg hansgrohe blöndunartæki. Flísalagt i hólf og gólf með ljósum 30*60 flísum á veggjum og svörtum 60*60 granítflísum á gólfi.  
Svalir, útg. úr stofurými, eru um 70 fm og gólf klætt (2018) með hágæða rásuðu síberíulerki sem gránar með tímanum. 

Húsið er mjög vel staðsett í Leirvogstungu og snýr bakhlið þess í suð-vestur og nær því sól allan daginn með mjög góðu skjóli.
Leirvogstunga er afar fjölskylduvænt hverfi, skipulagt með einungis sérbýlum í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem lögð er áhersla á nálægð við náttúruna. Gönguleiðir um hverfið tengjast við gönguleiðir á fell og dali í næsta nágrenni. Stutt göngufjarlægð í laxveiði, hestamannahverfi Harðar, Tunguvöll og flugklúbb Mosfellsbæjar. Stutt er í skóla og verslanir þar sem Tunguvegur tengir hverfið við Varmárskóla, íþróttamiðstöðina og miðbæ Mosfellsbæjar, allt í innan við 2-3 mín. akstursfjarlægð en einnig gengur skólabíll í Varmárskóla og strætó á 15 mín fresti um hverfið. Akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur er um 15-20 mín.  Innan hverfis er einnig leikskóli, upplýstur battavöllur og körfuboltavöllur. 

Virkilega falleg og rúmgóð eign, sannkallað veisluhús. 

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, lögg.fasteignasali, s.659 4044, tp: tölvupóstur. Hringdu eða sendu tölvupóst til að bóka skoðun.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur