76.800.000 kr.
645.207 $
560.012 €

Rauðalækur 7, 105 Austurbær

06. september 2019
12 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
76.800.000 kr.
Herbergi
6
Svefnherbergi
4
Stofur
2
Baðherbergi
1
Byggingarár
1982 ár
Stærð
160 m2
Aðrar eignir í 105 Rauðalækur
Verð Herb.
Miðtún 36.9 7 127
Háteigsvegur 49.9 5 117
Háteigsvegur 62.9 4 143
Mávahlíð 62.9 6 129
Rauðalækur 52.9 5 98
Skaftahlíð 57.9 5 113
Skarphéðinsgata 34.9 3 58
Barmahlíð 67.3 5 144
Gunnarsbraut 72.5 6 190
Auðarstræti 67.9 4 142
Grænahlíð 56.9 5 111
Skaftahlíð 56.9 5 113

Seljandi athugasemd

Rauðalækur 7, Reykjavík -- Lýsing
-----Opið hús - Rauðalækur 7 - mánudaginn 9. september milli klukkan 17:15 - 17:45-----

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilega, bjarta og vel skipulagða 4-5 herbergja 160,6 fermetra hæð (2. hæð) með suðvestursvölum í góðu fjölbýlishúsi á frábærum stað við Rauðalæk í Reykjavík. Þar af er snyrtilegur upphitaður 24,4 fermetra bílskúr með rafmagnshurðaopnara og heitu/köldu vatni. Möguleiki er að breyta stóru svefnherbergi í tvö barnaherbergi og yrðu því svefnherbergin fjögur í stað þriggja. Sameiginlegur inngangur með efri hæð hússins.

Að sögn eiganda hefur eignin fengið gott viðhald í gegnum árin. M.a. var húsið múrviðgert og málað árið 2006. Þak var málað á árunum 2007/2008. Þá var eldhúsið endurnýjað árið 2011 ásamt því að skipt var um skápa í holi og gólfefni í stofum, herbergjum og eldhúsi var endurnýjað. Árið 2015 voru settir nýir sólbekkir í stofu úr steini frá S. Helgasyni ásamt því að ofnum var skipt út og hæðin máluð. Á árunum 2017/2018 voru sléttir fletir á húsinu málaðir ásamt gluggum og skipt var um dælu í snjóbræðslukerfi.

Frábært staðsetning, miðsvæðis í Reykjavík, í hjarta Laugardalsins. Stutt er í verslun og þjónustu við Laugalæk, Laugardalslaug, íþróttasvæði, leiksvæði, fallegar hjóla- og gönguleiðir, Grasagarðinn og fleiri fjölskylduvæna staði.

Lýsing eignar:
Forstofa: Með parketi á gólfi og góðum skápum. Forstofa er opin við hol og er gluggi til norðausturs.
Hol: Með parketi á gólfi.
Eldhús: Var allt endurnýjað árið 2011 á afar smekklegan máta. Flísar á gólfi og sprautulökkuð eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi og steini á borðum frá S. Helgasyni. Eldhústæki eru Gorenje. Stál bakaraofn, spansuðu helluborð og innbyggð uppþvottavél. Gluggar til norðausturs og suðausturs.
Borðstofa: Með parketi á gólfi og stórum gluggum til suðausturs. Steinn í gluggakistum. Borðstofa er opin við stofu.
Stofa: Með parketi á gólfi og stórum gluggum til suðausturs og suðvesturs. Steinn í gluggakistum. Útgengi á svalir til suðvesturs.
Svalir: Er rúmgóðar og snúa til suðvesturs. Tréfjalir á gólfi. Útgengi út stofu og hjónaherbergi.
Gangur: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi I: Er stórt með parketi á gólfi. Gluggar til suðvesturs. Möguleiki er að breyta þessu svefnherbergi í tvö barnaherbergi. Tvær hurðir eru á herberginu og þyrfti því einungis að setja upp millivegg.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með parketi á gólfi. Góðir skápar sem ná upp í loft. Gluggi til suðvesturs og útgengi á rúmgóðar svalir til suðvesturs.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi og gluggum til norðvesturs og norðausturs.
Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi. Baðkar með sturtutækjum. Flísalögð sturta. Falleg hvít innrétting við vask með stein á borði. Gluggi til norðausturs.
Þvottaherbergi: Með dúk á gólfi, tengi fyrir þvottavél, vask, hillum og útoftun.
Geymsla: Er inn af þvottaherbergi með dúk á gólfi og hillum.

Bílskúr: Er snyrtilegur og 24,4 fermetrar að stærð.Málað gólf, upphitaður með heitu og köldu vatni.

Stigagangur: Er snyrtilegur og þjónar 2. og 3. hæð hússins. 
Hjóla- og vagnageymsla: Er sameiginleg og er staðsett á jarðhæð.
Lagnarými: Er sameiginlegt og er staðsett á jarðhæð.

Húsið að utan: Lítur vel út. Að sögn eiganda var húsið múrviðgert og málað árið 2006. Þak var málað árið 2007/2008. Sléttir fletir voru málaðir aftur árið 2017.

Lóðin: Er ræktuð og frágengin með hellulagðri stétt og gróðri. Malbikuð bílastæði með snjóbræðslu undir.

Staðsetning eignarinnar: Er virkilega góð á eftirsóttum stað í Laugardalnum þaðan sem stutt er ma.a. í leikskóla, grunnskóla og menntaskóla, Laugardalslaug, Íþróttasvæði Þróttar, verslun og þjónustu við Laugalæk og alla afþreygingu sem Laugardalurinn hefur upp á að bjóða. Stutt er í helstu stofnæðar frá hverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson hdl. og lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur