40.900.000 kr.
343.607 $
298.236 €

Blöndubakki 10, 109 Bakkar/Seljahverfi

06. september 2019
14 (1 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Blöndubakki 10, 109 Bakkar/Seljahverfi
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
40.900.000 kr.
Brunabótamat
32.000.000 kr.
Fasteignamat
37.700.000 kr.
Byggingarár
1971 ár
Stærð
111 m2
Herbergi
4
Svefnherbergi
3
Stofur
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameiginlegur
Aðrar eignir í 109 Blöndubakki
Verð Herb.
Árskógar 57.9 4 110
Fífusel 41.9 4 134
Kambasel 42.9 4 102
Árskógar 51.9 4 108
Blöndubakki 43.5 5 121
Strandasel 32.9 2 66
Leirubakki 41.9 4 107
Írabakki 36.3 5 95
Eyjabakki 39 4 112
Engjasel 44.9 5 132
Jörfabakki 34.9 3 83
Grýtubakki 29.9 2 72
Dalsel 25.9 2 54
Dalsel 28.7 2 58
Stíflusel 35.9 3 94

Seljandi athugasemd

Blöndubakki 10 , 109 Reykjavík -- Opið hús: 05. september 2019 kl. 17:00 til 17:30.

Domusnova fasteignasala kynnir fallega íbúð með glæsilegu útsýni á 3. hæð (efstu) í Blöndubakka 10 í Reykjavík ásamt útleiguherbergi. Íbúðin að innan og hús að utan hafa mikið verið endurnýjuð.

Um er að ræða 94,3 fm 3ja herbergja íbúð auk 12,3 fm herbergi í kjallara, sem er tilvalið til útileigu, og 5,1 fm geymslu. Samtals 111,7 fm.

Að sögn eiganda hefur íbúðin mikið verið endurnýjuð undanfarin ár s.s. gólfefni, innihurðir, eldhúsinnrétting og eldhústæki, neysluvatnslagnir í eldhúsi og baðherbergi. Í sameign er nýleg rafmagnstafla og ekki langt síðan að stigagangur var málaður og teppalagður ásamt nýrri lýsingu.

Húsið Blöndubakki 6-20 var nýlega klætt að hluta til á suðurhliðunum tveimur og hluti glugga og glers var endurnýjað. Nú er að klárast viðhald á vestur- og norðurhlið og endurnýjun einhverra glugga. Seljandi eignarinnar mun greiða allann kostnað af yfirstandandi framkvæmdum. 

Tvennar svalir eru í íbúðinni sem snúa til austurs og vesturs með góðu útsýni yfir Stór- Reykjavíkursvæðið.  Tilvalin fjölskyldueign með möguleika á útleigutekjum. 

Þetta er falleg og góð eign sem vert er að skoða.

Nánari lýsing á íbúð: 
Forstofa / hol: með fataskáp og parketi á gólfi.
Stofa / borðstofa: samliggja með stórum síðum glugga perketi á gólfi og útgengi út á svalir með glæsilegu útsýni.
Eldhús: með ljósri eldhúsinnréttingu og parketi á gólfi. 
Búr: inn af eldhúsi og þar er þurrkari í dag.
Baðherbergi: með baðkari með sturtu í, upphengdu salerni, aðstöðu fyrir þvottavél og flísum á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi 1: með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2: rúmgott með skápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 3 í kjallara: 12.3 fm á stærð og tilvalið til útleigu. Aðgangur að sameiginlegu salerni og sturtu er í kjallara. 
Sérgeymsla: 5,1 fm sérgeymsla í kjallara.
Þvottahús: sameiginlegt þvottaherbergi er í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginlegt í kjallara.  

Blöndubakkinn er einkar vel staðsettur í Breiðholtinu. Breiðholtsskóli og leikskóli eru steinsnar frá blokkinni og stutt í miðstöð almenningssamgangna og verslunarkjarnann í Mjódd.

Nánari upplýsingar veita:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða tölvupóstur
Skrifstofa Domusnova fasteignasölu í síma 527-1717 eða tölvupóstur

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu er kr. 67.900.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur