23.900.000 kr.
200.788 $
174.275 €

Arnarhólsbraut 24, 801 Selfoss (dreifbýli)

06. september 2019
5 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Arnarhólsbraut 24, 801 Selfoss (dreifbýli)
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
23.900.000 kr.
Herbergi
3
Svefnherbergi
2
Stofur
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1988 ár
Stærð
44 m2
Aðrar eignir í 801 Arnarhólsbraut
Verð Herb.
Selfoss I 32.8 5 88
Selfoss I 49 4 92
Selfoss I 34.9 5 123
Selfoss I 6.9 2 24
Klausturhólar 19.9 4 69
Lyngás 26.9 3 75
Villingavatn 35 88
Hraunhvammar 29.7 3 62
Jaðar 30 3 47
Mosavegur 33.9 5 94
Snæfoksstaðir lóð 19.9 2 44
Miðheiðarvegur 24.9 3 48
Kóngsvegur 19.5 3 52
Hallkelshólar 30.9 4 69
Hallkelshólar 21.9 4 74

Seljandi athugasemd

Arnarhólsbraut (öndverðarnes) 24 , 801 Selfoss -- Árborgir fasteignasala kynna;
Mjög smekklegan og bjartan sumarbústað í dönskum stíl á grónum stað í Öndverðarnesi.

Bústaðurinn er skráður 44,4m2 byggður árið 1988 en hefur verið endurnýjaður og haldið vel við. Stofa og eldhús eru samliggjandi með nýju parketi á gólfi. Gluggar eru á þremur hliðum í stofu sem gerir bústaðinn einstakan að því leyti að hann er mjög bjartur og er útsýni til allra átta. Eldhús er með snyrtilegri innréttingu og nýjum tækjum. Tvö parketlögð svefnherbergi með kojum. Baðherbergi með flísum á gólfi, salerni handlaug og sturtuklefa. Geymslurými er fyrir ofan svefnherbergi.

Stór pallur (ca 120 fm) er meðfram suður-, vestur- og austurhlið bústaðarins ásamt hitaveitupotti með hitastýringu.  Rúmgóð geymsla með mikilli lofthæð með inngang við bakhlið bústaðar.

Leiksvæði er við bústaðinn með rólum, sandkassa og sparkvelli/ tjaldaðstöðu.

Mest allt innbú getur fylgt með í kaupunum og getur bústaður fengist afhentur við kaupsamning.

Stutt er í alla þjónustu og margar náttúrperlur landsins. Selfoss er í aðeins 15 mín fjarlægð og er um 50-55 mín keyrsla til Reykjavíkur.
Um er að ræða 5000 fm kjarrivaxna leigulóð Múrarameistarafélags Reykjavíkur til 99 ára í afar fallegu umhverfi.  Leigan í kringum 115 þús á ári.
Öndverðarnessvæðið er lokað með rafmagshliði (símahlið).  Innan svæðisins er félagsaðstaða/golfskáli sem hægt er að leigja fyrir afmæli og aðra mannfögnuði, leiktæki fyrir börn og lítill 6 holu æfingagolfvöllur, frítt fyrir lóðarhafa ásamt því að bústaðnum fylgir frír aðgangur í sundlaug svæðisins. Glæsilegur 18 holu golfvöllur er innan svæðisins.

Umsjónarmaður starfar allt árið á svæðinu og sér m.a. um rekstur sundlaugar og snjómokstur allt árið.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga.
arborgir@arborgir.is

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur