150.000.000 kr.
1.260.170 $
1.093.773 €

Sunnuvegur 7, 104 Vogar

01. september 2019
15 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
150.000.000 kr.
Herbergi
8
Svefnherbergi
5
Stofur
3
Baðherbergi
3
Byggingarár
1969 ár
Stærð
297 m2
Aðrar eignir í 104 Sunnuvegur
Verð Herb.
Laugarásvegur 145 7 321

Seljandi athugasemd

Sunnuvegur 7, Reykjavík -- Lýsing
---------Sunnuvegur 7 - opið hús - mánudaginn 2. september milli kl. 17:15 og 17:45---------

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir til sölu virkilega vel skipulagt, bjart og glæsilegt 297,3 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum, á 892,0 fermetra gróinni og skjólsælli lóð á þessum einstaka stað alveg niður við Laugardalinn. Húsið er teiknað af Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt og hlaut hönnun hússins viðurkenningu Reykjavíkurborgar 1972. Einnig kom Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt að hönnun hússins.

Möguleiki væri á að útbúa aukaíbúð í hluta neðri hæðar hússins.  Húsið er mikið upprunalegt hið innra fyrir utan að nýlega er búið að flísaleggja baðherbergi neðri hæðar.
Að utan virðist húsið vera í góðu ástandi, en þakpappi á húsinu var endurnýjaður fyrir um 8 árum. Þá var mest allt gler í austurhlið endurnýjað 2016. 

Lýsing eignar:

Efri hæð hússins, sem er 194,8 fermetrar að stærð, skiptist þannig:
Forstofa: með hengi, teppalagt gólf.
Forstofuherbergi: með parketi á gólfi.
Hol: parketlagt.
Eldhús: með eldri hvítri innréttingu, flísar á milli skápa, korkur á gólfi.
Borðstofa: með kork á gólfi og útg. út á hellulagða vestur verönd.
Geymsla: með hillum, dúkur á gólfi.
Þvottahús: rúmgott með innréttingu, dúkur á gólfi.
Svefnherbergisgangur: með dúk á gólfi og útg. út á suður svalir og stigi af þeim niður á suður verönd.
Hjónaherbergi: með skápum, dúkur á gólfi og útg. út á lóð.
Baðherbergi: flísalagt í gólf og veggi, skápur og baðkar.
Herbergi I: með skáp, dúkur á gólfi.
Herbergi II: með skáp, dúkur á gólfi.
Herbergi III: með skáp, teppalagt gólf.
Herbergi IIII: með dúk á gólfi.
Gestasalerni: flísalagt í gólf og veggi, sturta.
Stofa: parketlögð og útg. út á stórar suður svalir.

Neðri hæð hússins, sem er 82,5 fermetrar að stærð auk 20,0 fermetra bílskúrs og bæði er innangengt í og sérinngangur, skiptist þannig:

Gengið er niður í þann hluta neðri hæðar sem nýttur hefur verið með efri hæð um fallegan stiga með viðartröppum. 
Setustofa: með eikarparketi.
Geymsla: með hillum, lakkað gólf.
Forstofa: með skápum, flísalagt gólf.
Baðherbergi: nýlega flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi.
Sauna: innaf baðherbergi með glugga. 

Bílskúr: er einfaldur með gluggum til vesturs, rafmagni, hita og rennandi vatni.
Geymsla: inn af bílskúr, köld.
Húsið að utan: virðist vera í góðu ástandi og þakpappi var endurnýjaður fyrir átta árum að sögn eigenda. Þakkantur nýlega málaður.
Lóðin: er fullfrágengin með tyrfðri flöt, hellulagðri baklóð, fallegum trjágróðri, verönd til suðurs á framlóð og steyptri og yfirbyggðri innkeyrslu.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og skjólsælum stað alveg niður við Laugardalinn þaðan sem stutt er í falleg útivistarsvæði og gönguleiðir, stutt í barnaskóla, leikskóla og aðra þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða í netfanginu fastmark@fastmark.is

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur