35.900.000 kr.
301.601 $
261.777 €

Ásvegur 9, 311 Borgarnes (dreifbýli)

12. ágúst 2019
4 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Ásvegur 9, 311 Borgarnes (dreifbýli)
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
35.900.000 kr.
Herbergi
5
Svefnherbergi
4
Stofur
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1960 ár
Stærð
156 m2

Seljandi athugasemd

Eignamiðlun kynnir: Ásvegur 9, eða Steinbær eins og húsið er kallað, er 156,7 fm sérlega fallegt og einstakt fimm herbergja einbýlishús á 5180 fm lóð á mögnuðum útsýnisstað austast á Hvanneyri. Húsið er frá árinu 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni, svokallað Sigvaldahús.

Sækja söluyfirlit

5 svefnherbergi eru í húsinu, þar af eitt í kjallara. Nýuppgert mjög fallegt baðherbergi með hita í gólfi og ný einangruðu lofti í svefnherbergisálmunni. Nýtt rafmagn og led-ljóskastarar í öllum svefnherbergjum og á svefngangi. Nýir opnanlegir gluggar eru í tveimur herbergjum og ný svalahurð og stór gluggaeining í eldhúsi/borðstofu. Eldhúsið er rúmgott, bjart og opið, hiti í gólfi. Mustang flísar á gólfi í eldhúsi, forstofu og tröppum niður í kjallara. Eldri gluggar hússins eru flestir nýmálaðir. Steypt málað gólf er á svefngangi, pússuð og glærlökkuð gólf í svefnherbergjum. Lítill forskalaður bílskúr er á lóðinni, til er teikning af stærri bílskúr. Þak hússins þyrfti að fara mála fljótlega.
 
Húsið er sérlega vel skipulagt þar sem eldhúsið, stórt og bjart er hjarta hússins. Mikil lofthæð er á svefngangi, eldhúsi og stofu og húsið mjög fjölskylduvænt og skemmtilegt. 
Hálfur kjallari er undir húsinu þar sem möguleiki er á að útbúa íbúð ef vilji er til þess. Í dag er þar geymsla með glugga, innréttuð sem svefnherbergi, þvottahús og geymsla. Útidyr liggja frá þvottahúsi út á lóð. Húsið er byggt að hluta til á klöpp. 
Neðan við húsið er hestagerði og í lóðinni er mikið af fjölbreytilegum trjátegundum, meðal annars heggur, hlynur, rifsberjarunnar, stikilsberjarunnar og rabarbaragarður. 
 
Náttúran í kring er einstök, óheft útsýni er allan hringinn; fjallasýn í norður og austur, yfir Borgarfjörð, til Snæfellsjökuls í vesturs og Baulu til norðurs. Fuglafriðland er fyrir neðan húsið á svokölluðum flæðum. Þar hafa fjölmargar og fágætar fuglategundir,
til dæmis blesgæsin, viðkomu til og frá Íslandi um vor og haust.
Hvanneyri er fallegur og sögufrægur staður með blómlegu mannlífi. Meðal annars er þar mjög góður leikskóli og grunnskóli. Þar er einnig Landbúnaðarháskólinn sem stofnaður var árið 1889, Landbúnaðarsafn, Ullarselið og kaffihúsið Skemman sem er opið á sumrin. Sundlaug er í um 3ja km fjarlægð. Tíu mínútna akstur er út á þjóðveginn og í Borgarnes. Hvanneyri er í 80 km fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur, ca klukkustundar akstur. 

Nánari upplýsingar og til þess að bóka skoðun hafið samband við Sverrir Kristinsson löggiltan fasteignasala, í síma 861-8514, tölvupóstur sverrir@eignamidlun.is eða skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090.Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur