94.900.000 kr.
797.268 $
691.994 €

Sólvallagata 7a, 101 Miðbær/Vesturbær

12. ágúst 2019
17 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Sólvallagata 7a, 101 Miðbær/Vesturbær
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
94.900.000 kr.
Herbergi
8
Svefnherbergi
5
Stofur
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1927 ár
Stærð
196 m2
Aðrar eignir í 101 Sólvallagata
Verð Herb.
Einarsnes 36.9 3 94
Framnesvegur 57.5 5 115

Seljandi athugasemd

Eignamiðlun kynnir: Einstaklega fallegt  og vel við haldið parhús á þremur hæðum auk háalofts við eina fallegustu götu Reykjavíkur. Í húsinu eru alls fimm svefnherbergi, þrjár stofur með góðri lofthæð og tvö baðherbergi. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar viðarsvalir og þaðan er gengið niður stiga í stóran og skjólgóðan suðurgarð, sem er umkringdur fallegum trjám. Garðurinn er að hluta hellulagður og í honum er viðarhús með rafmagni þar sem m.a. er ísskápur og frystir. Garðurinn er upplýstur með sjálfvirkum ljósum.
 
Nánari lýsing: Gengið er upp steinsteyptar útitröppur að inngangi. Þegar þar er komið tekur við hol sem sameinar rýmin á hæðinni. Þegar gengið er til vinstri er eldhús með upprunalegri eldhúsinnréttingu og korkflísum á gólfi. Úr borðstofu er gengið inn í aðalstofu og úr henni er gengið í bókastofu. Falleg rennihurð með skornu gleri aðskilur þessar stofur. Úr einni stofunni er gengið út um fallega tvöfalda svalarhurð a viðarsvalir, sem eru með fallegu útsýni yfir í næstu garða í átt að Hólavallakirkjugarði. Frá svölunum er hægt að ganga beint niður í suðurgarð. Upprunalegir skrautlistar, gereft og rósettur í loftum. Hurðir og hurðarhúnar einnig upprunalegir. Dúkar á gólfi í stofum og holi.
 
Efri hæð: Gengið er upp teppalagðan stiga á eftir hæðina þar sem er hol sem er innangengt inn í þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Hjónaherbergi er rúmgott og með viðarskápum. Annað herbergi liggur undir súð og er með mikið af vel skipulögðum skúffum og hirslum. Baðherbergið var endurnýjað fyrir 7 árum. Þar er sturta, handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Stór og fallegur gluggi á baðherbergi. Frá holi er viðarstigi upp á háaloft þar sem er mikið rými. Manngengt að hluta. Þetta rými býður upp á marga möguleika.
 
Jarðhæð: Í dag er rýmið á jarðhæð nýtt sem tveggja herbergja íbúð. Þar er sérinngangur en búið er að loka á milli hæða innadyra. Lítið mál er að opna stigann aftur upp. Frá útidyr er gengið í andyri. Þaðan er gengið inn í rými sem hefur verið nýtt sem  víngeymsla. Þarna er hol og stofa. Inn af stofunni er svefnherbergi. Eldhús er með upprunalegri innréttingu. Flísalagt baðherbergi með frístandandi baðkar og gluggi. Stórt þvottahús með sturtu og inn af því er geymsla. Hitakompa er innaf þvottahúsi.
 
Garðurinn: Gróinn garður sem er hellulagður að hluta og er upplýstur með sjálfvirkri lýsingu. Í garðinum er 7 fm viðarhús með rafmagni. Þar er geymsla fyrir áhöld, hjól og ísskápur og frystir. Garðurinn er lokaður allan hringinn. Steypt girðing að mestu og stálhlið. Yfirbyggðar sorptunnur. Í garðinum er flaggstöng frá árinu 1944.
 
Viðhald: Allir gluggar í húsinu voru endurnýjaðir fyrir um 8 árum af sérfræðingi í byggingu eldri húsa. Samkvæmt upplýsingum frá fyrri eigendum hússins var dren og skólplagnir endurnýjaðar fyrir c.a. 25 árum. Þá voru rafmagn og rafmagnstöflur eitthvað endurnýjaðar af fyrri eigendum hússins. 
 
Fallegt hús á einstökum stað í gamla Vesturbænum. Hús með þremur samliggjandi stofum í evrópskum stíl.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Björk Baldursdóttir löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun, Sími: 862-1110, Netfang: hrafnhildur@eignamidlun.is.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Eignamiðlun skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur ef eignarhluturinn er 50% eða hærri)       og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2500 af hverju skjali.
3 Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald fasteignasölu.Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur