96.900.000 kr.
814.070 $
706.577 €

Klyfjasel 20, 109 Bakkar/Seljahverfi

10. ágúst 2019
7 (1 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Klyfjasel 20, 109 Bakkar/Seljahverfi
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
96.900.000 kr.
Herbergi
9
Svefnherbergi
6
Stofur
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1983 ár
Stærð
270 m2
Aðrar eignir í 109 Klyfjasel
Verð Herb.
Lambastekkur 64.5 4 132

Seljandi athugasemd

Opið hús: 13. ágúst 2019 kl. 17:30 til 18:00.

****OPIÐ HÚS KLYFJASEL 20, 109 REYKJAVÍK. EIGNIN VERÐUR SÝND ÞRIÐJUDAGINN 13. ÁGÚST KL. 17:30-18:00****

Glæsilegt, mikið endurnýjað og vandað einbýlishús með aukaíbúð við Klyfjasel 20, 109 Reykjavík. Húsið stendur efst við rólegan botnlanga þar sem lítil umferð er og stórt opið svæði og falleg náttúra eru við hlið lóðarinnar. Eignin býður uppá mörg skemmtileg tækifæri þar sem t.d. er möguleiki á að byggja aukabyggingu á lóðinni. Aukaíbúð með sérinngangi var kláruð í janúar 2019. Eignin er skráð 244,2 fm. samkvæmt FMR en stór hluti aukaíbúðar er utan fermetratölu og raunstærð hússins því talin nær 270 fm. Stór og gróinn garður. Hestastígur er bakvið hús. Ný gólfefni eru í flestum rýmum hússins. Húsið var málað að utan sumar 2018.

Nánari lýsing:

Jarðhæð:
Anddyri er flísalagt með góðu fatahengi. Innangengt er í tvær rúmgóðar geymslur úr anddyri.
Tvö svefnherbergi eru á jarðhæð bæði með nýju parketi á gólfum.
Baðherbergi á jarðhæð er flísalagt í hólf og gólf með innangengri sturtu. Tekið í gegn árið 2014.

Miðhæð:
Stofa og borðstofa í björtu og mjög rúmgóðu rými. Nýtt parket á gólfi. Bar er í stofu. Útgengt er á tveimur stöðum, annars vegar á mjög rúmgóðar suðursvalir með nýju handriði og hinsvegar úr stofu út í stóran og fallegan garð.
Eldhús er við hlið stofu með fallegum innréttingum. Eldhústæki, borðplata og vaskur eru frá 2018.
Þvottahús er flísalagt með útgengi í garð. Gott skápapláss og vaskur.

Efsta hæð:
Þrjú svefnherbergi eru á efstu hæð, öll björt með nýjum gólfefnum. Góðir speglaskápar eru í hjónaherbergi.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með baðkari. Einnig er gert ráð fyrir að þar geti verið sturta.
Sjónvarpshol er á hæð með nýju parketi á gólfi og útgengi á góðar norðvestur svalir með nýju handriði.

Íbúð með sérinngangi/Útleigueining:
Aukaíbúð á jarðhæð var kláruð í janúar 2019 með nýjum innréttingum og gólfefnum. Hún skiptist í stofu og eldhús í opnu rými, svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Hluti íbúðar er ekki innifalin í uppgefinni fermetratölu hússins.

Skipt var um öll gler á miðhæðinni árið 2016. Skipt var um gler á jarðhæð, í eldhúsi og í aukaíbúð árin 2018-2019. 
Lagnagrind og rafmagn í húsi endurnýjað 2018.
Ofnar á efri tveim hæðum hússins voru settir upp 2017 og 2018.
Steypuviðgerðir fóru fram á húsinu 2018 og 2019.

Nánari upplýsingar veitir Styrmir Þór Sævarsson löggiltur fasteignasali í síma 846-6568, tölvupóstur tölvupóstur 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur