39.900.000 kr.
335.206 $
290.944 €

Goðabraut 19, 620 Dalvík

09. ágúst 2019
7 (1 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
39.900.000 kr.
Herbergi
5
Svefnherbergi
4
Stofur
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1958 ár
Stærð
199 m2
Aðrar eignir í 620 Goðabraut
Verð Herb.
Mímisvegur 39.9 5 168
Steintún 43 6 146

Seljandi athugasemd

Goðabraut 19 - 5 herbergja steypt einbýlishús á þremur pöllum með bílskúr á Dalvík - samtals 199,8 m² að stærð og skptist í 153,7 m² íbúð og 46,1 m² bílskúr. 
Húsið er eitt af svonefndum Sigvaldahúsum, hannað af Sigvalda Thordarsyni Arkitekt, það eina á Dalvík.

Eignin skiptist þannig að á efsta palli er stofa.  Á miðpalli er forstofa/aðalinngangur, eldhús, borðstofa, gangur, þrjú svefnherbergi og salerni.  Á neðsta palli/kjallara er eitt svefnherbergi, þvottahús, rými með hornbaðkari, sturtu og gufubaði, geymslur, vinnurými og útgangur. 

Forstofan er með flísum á gólfi og dökkum viðarskápum og fatahengi.
Stofan er með með plastparketi á gólfi á henni eru stórir gluggar til suðurs.  Nokkur þrep eru uppí stofu frá borðstofu.
Eldhúsið er með korki á gólfi og ljósmálaðri eldri viðarinnréttingu.
Borðstofa er með flísum á gólfi og er á milli eldhúss og stofu.
Baðherbergi/salerni.   Á efri hæð er salerni með flísum á gólfi og dökkri viðarinnréttingu.  Í kjallara er rými með hornbaðkari, sturtu og gufubaði.
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú á hæð og eitt í kjallara.  Í hjónaherbergi á hæðinni er fataherbergi innaf, og útgangur á sólpall til austurs.
Þvottahús er í kjallara og þaðan er útgangur til vesturs.
Geymsla er undir stiga í kjallara. 

Bílskúrinn er sambyggður húsinu að norðan og er rúmgóður.  Skúrinn er tvískiptur, fremri hluti fyrir bíl og innri hluti sem geymslurými og niður í þann hluta eru nokkur þrep.  Fyrir framan skúrinn er steypt bílaplan.  Hurð er til suðurs út úr bílskúr og út á sólpall.

Garðurinn er snyrtilegur og lóðin er á horni Goðabrautar og Smáravegar.  Góður pallur er vestan við húsið og sunnan við bílskúrinn.  Út á hann er útgengt annars vegar úr einu svefnherbergjanna og hins vegar úr bílskúrnum.

Annað
- Nýr pappi var settur á þakið fyrir ca. 10 árum.  Þak yfirfarið fyrir þremur árum.
- Suðurhlið hússin var klædd og einangruð fyrir ca. 15 árum og skipt um gler í gluggum.
- Austurhlið bílskúrs var klædd 2018.
- Skólplagnir voru endurnýjaðar að einhverju leyti fyrir ca 5-10 árum. 
- Vel staðsett hús miðsvæðis í bænum, stutt í skólann, sundlaugina og verslun.
- Húsið getur verið laust til afhendingar fljótlega.

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur