89.700.000 kr.
753.582 $
654.076 €

Hvassaleiti 95, 103 Kringlan/Hvassaleiti

10. júlí 2019
6 (0 í dag)
Aðeins þú munt sjá þessa athugasemd.
Hvassaleiti 95, 103 Kringlan/Hvassaleiti
Domusnova
103 Kringlan/Hvassaleiti , Hvassaleiti 95
  Senda skilaboð
  Sýna símanúmer *** ** **
Verð
89.700.000 kr.
Herbergi
8
Svefnherbergi
6
Stofur
1
Baðherbergi
4
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarár
1963 ár
Stærð
196 m2

Seljandi athugasemd

Opið hús: 11. júlí 2019 kl. 17:30 til 18:00.

Opið hús: Hvassaleiti 95, 103 Reykjavík. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 11. júlí 2019 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna fallegt 196,10 m², raðhús í Hvassaleitinu með aukaíbúð í kjallara.

Fallegt fjölskylduhús á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík. Örstutt er í alla þjónustu s.s. leik,- grunn-, og menntaskóla
Samkvæmt þjóðskrá er eignin skráð 196,1 fm að stærð en óskráð rými í kjallara er ca. 65 fm til viðbótar. (Heildarstærð er því 261,1m2)
Aðkoma að húsinu er góð, ný hitalögn undir plani fyrir framan bílskúr.
Á gólfum miðhæðar er fallegt ljóst harðparket á stofu og eldhúsi en hæðin skiptist þannig.
Virkilega fallegt hús á frábærum stað sem vert er að skoða.  

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / tölvupóstur
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali / s.8551544 / tölvupóstur

Lýsing eignar:
Anddyri: Flísalagt og með stórum fataskáp með nýlegum speglahurðum frá Axis. 
Gestasnyrting: Til hliðar við anddyri með handlaug og salerni.  Flísalagt gólf og veggir að hluta.
Eldhús:  Hefur verið opnað og þar sem gert var ráð fyrir borðstofu hefur verið komið upp stórri eyju sem nýtist t.d. sem morgunverðarborð eða sem góð vinnuaðstaða tengd eldhúsi.  Hvít innrétting er í eldhúsi, nýlegt span helluborð frá Siemens og stæði fyrir uppþvottavél
Stofa: Björt stofa með stórum gluggum er vísa í vestur.  Útgengt á svalir þaðan sem gengið út í gróinn, mjög skjólgóðan garð með viðarpalli að hluta.
Efri hæð:  Teppalagður stigi upp að efri hæð.
Svefnherbergi:  Alls eru fjögur svefnherbergi með parketi, hjónaherbergi með stórum fataskáp með hillum og hengi.  Frá herbergjaholi er útgengt á stórar svalir.  
Baðherbergi:  Mjög smekklegt baðherbergi hefur verið tekið í gegn að hluta og er flísalagt með baðkari og sturtuaðstöðu. Opnanlegur gluggi er á baði. 
Kjallari: (Aukaíbúð)
Búið er að útbúa litla íbúð í kjallara sem innheldur herbergi, stofu ( sem nýtt er í dag sem stórt svefnherbergi)  eldhús og lítið baðherbergi með handlaug og salerni, sérinngangur út í garð úr íbúðinni.
20fm gluggalaust rými er undir bílskúr sem hefur verið hljóðeinangrað og býður upp á mikla möguleika en hefur af núverandi eiganda verið nýtt sem hljóð- og upptökuver
Þvottahús og kjallari:  
Í óskráðum fermetrum er stórt rými með geymsluplássi, þvottahúsi og lítilli snyrtingu.  
Bílskúr:  Skráður 20 fm að stærð og með gluggum í enda ásamt góðri lofthæð.
___________________________________________________________________
Samantekt á því sem gert hefur verið fyrir húsið samkvæmt eiganda.
Skipt um þak á húsi fyrir um 8-10 árum – ekki bílskúr
Skipt um rúður alveg austan megin og í kjallara og hluta af stofu, vantar í 2 rúður og svefnherbergi uppi  vestan megin, ekki í gluggum upp stigaganginn og baðherbergi
Hús málað allt að innan fyrir 2 árum – nema hluti af kjallara
Skipt um gólfefni
Baðherbergi endurnýjað að hluta
Ný hellulögn fyrir framan hús, og hiti í bílastæði,
Pallur að hluta í garði
Ný malbikuð innkeyrsla og bílastæði .
Nýjar skápahurðar í forstofu
Nýtt spanhelluborð
Nytt parket í íbúð í kjallara

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Svipaðar tilboð

Aðrar eignir á kortinu
Aðrar eignir á kortinu
Sjá allar auglýsingar á kortinu
*Þessi auglýsing er merkt á kortinu í rauðu
Stór myndir
Vinsamlegast
skráðu þig inn
Fjótlegt og einfalt
Skrá inn með Facebook

eða tölvupóstur